Björguðu einmana lunda á miðjum Langjökli Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 13:14 Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann. Aðsend Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu. Dýr Borgarbyggð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu.
Dýr Borgarbyggð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira