Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 19:42 Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira