Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 19:42 Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira