Sport

Einn besti skák­maður í heimi kennir Fjallinu að tefla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hikaru og Fjallið.
Hikaru og Fjallið. mynd/twitch

Það er ekki bara í lyftingarsalnum sem Hafþór Júlíus Björnsson er að bæta sig því hann er einnig að bæta á sig öðrum skrautfjöðrum.

Hafþór Júlíus birti myndband af sér á Twitch þar sem hann sást sitja og tefla við Hikaru Nakamura sem er einn af betri skákmönnum heimsins.

Hikaru var í öðru sæti heimslistans í skáki í október 2015 en hann hefur fallið niður listann síðustu ár og er kominn niður í 18. sætið.

Myndbandið af Hikaru og Fjallinu er rúmlega þrír tímar en þar kennir Hikaru Íslendingnum helstu brellibrögðin í skákinu sem og margt, margt fleira.

Sjón er sögu ríkari og fyrir þá sem vilja læra nokkuð góð trix er um að gera að kíkja á myndbandið hér að neðan eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×