Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 13:01 Ragnar Þór Ingólsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir. Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir.
Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15