Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 12:39 Bresk þingnefnd telur að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Vísir/EPA Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri.
Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59