Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gaf sér tíma til að árita takkaskó ungra Blika eftir stórsigur Breiðabliks á Val, 4-0, í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50