„Ekki fara sænsku leiðina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 18:06 Sóttvarnalæknir Svíþjóðar, Anders Tegnell, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“ Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16
Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45
„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“