Ronaldo skoraði tvö, setti met og færði Juventus nær enn einum titlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 15:28 Cristiano Ronaldo fagnar með Adrian Rabiot og Leonardo Bonucci. getty/Stefano Guidi Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio Ítalski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio
Ítalski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira