Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 12:15 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands fagnar samkomulaginu með Charles Michel forseta leiðtogaráðsins. Angela Merkel kanslari Þýskalands er í forgrunni. AP/Stephanie Lecocq Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira