Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 21:09 Icelandair hefur, líkt og önnur flugfélög, verið í erfiðri stöðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira