Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:56 Hopewell Chino'ono ræðir við fjölmiðla árið 2018. Hann streymdi beint frá því lögreglumenn komu til að handtaka hann á samfélagsmiðlum. AP/Tsvangirayi Mukwazhi Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira