„Djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 10:30 Sigríður, Friðrik, Ingólfur og Sverrir fá reglulega beiðnir um að flytja lagið Ja ja Ding Dong. „Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020 Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020
Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Sjá meira