Rahm í fótspor Ballesteros - Minntist ömmu sinnar eftir að hafa náð á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 12:30 Jon Rahm og eiginkona hans Kelley Cahill fögnuðu sigrinum í gær með kossi. VÍSIR/GETTY Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira