Það er rúmt ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Hafþór Júlíus Björnsson ætla að berjast í boxhringnum í Las Vegas.
Það andar köldu á milli þeirra félaga og þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan en þeir hafa verið að berjast við að taka af sér kíló og komast í form til að geta verið léttir og snarpir í hringnum á næsta ári.
Eddie Hall er kraftlyftingarmaður og er því oftast í þyngri kantinum en í nýjasta myndbandi sínu á YouTube greinir Englendingurinn frá því að hann er orðinn 164 kíló. Hann segist ekki skilja hvernig hann er í þessari líkamsþyngd.
Hann bætir þó við að hann vilji bæta formið og taka enn fleiri kíló af sér en í myndbandinu sem má sjá hér að neðan má sjá þegar Eddie fær sér m.a. bjór. Taka skal fram að klukkan var níu um morguninn þegar myndbandið var tekið upp.