Guðrún Brá sigraði örugglega á Hvaleyrarvelli Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 19:59 Guðrún Brá Björgvinsdóttir vísir/s2s Íslandsmeistarinn úr Keili, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í dag. Guðrún Brá lék holurnar 36 á samtals þremur höggum undir pari. Hún lék fyrri hringinn á 69 höggum í morgun og hinn síðari nú seinni partinn á 70 höggum. Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kom næst en hún var fimm höggum á eftir Guðrúnu. Lék hún hringina á 77 og 67 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli hringja. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þriðja á fjórum yfir pari og þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir, báðar úr GR, á samtals sjö yfir pari. Er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá sigrar í Hvaleyrarbikarnum en mótið er stigamót á mótaröð GSÍ og hefur verið haldið síðan 2016. „Ég spilaði bara nokkuð öruggt golf og var eiginlega ekki í neinum vandræðum. Í raun var þetta mjög einfalt golf. Þetta var fínt. Skorið hefði getað verið miklu betra miðað við öll þau færi sem ég fékk til að fá fugla en maður getur kannski sagt það eftir flesta hringi," sagði Guðrún sem sigraði einnig í Meistaramóti Keilis á Hvaleyrinni á dögunum. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmeistarinn úr Keili, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í dag. Guðrún Brá lék holurnar 36 á samtals þremur höggum undir pari. Hún lék fyrri hringinn á 69 höggum í morgun og hinn síðari nú seinni partinn á 70 höggum. Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kom næst en hún var fimm höggum á eftir Guðrúnu. Lék hún hringina á 77 og 67 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli hringja. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þriðja á fjórum yfir pari og þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir, báðar úr GR, á samtals sjö yfir pari. Er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá sigrar í Hvaleyrarbikarnum en mótið er stigamót á mótaröð GSÍ og hefur verið haldið síðan 2016. „Ég spilaði bara nokkuð öruggt golf og var eiginlega ekki í neinum vandræðum. Í raun var þetta mjög einfalt golf. Þetta var fínt. Skorið hefði getað verið miklu betra miðað við öll þau færi sem ég fékk til að fá fugla en maður getur kannski sagt það eftir flesta hringi," sagði Guðrún sem sigraði einnig í Meistaramóti Keilis á Hvaleyrinni á dögunum.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira