Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 12:04 Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi og hannyrðakona, sem dásamar íslensku ullina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira