„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2020 19:50 Gunnar Kristinn Gunnarsson verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira