Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2020 22:32 Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. Stöðvarhús Andakílsárvirkjunar í baksýn. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent