Flugfreyjur undirbúa verkfall Stefán Ó. Jónsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. júlí 2020 15:49 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. Flugfélagið sagði í dag upp öllum 38 flugfreyjum og þjónum sem störfuðu hjá félaginu, en um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí. Í samtali við fréttastofu segir Guðlaug Líney Jóhanndóttir, starfandi formaður FFÍ, að niðurstaðan sé vissulega vonbrigði. Hún sé alla jafna bjartsýn en í dag sé hún reið. FFÍ hafi borist tilkynning frá Icelandair í morgun þar sem þeim var tilkynnt að viðræðunum hafi verið slitið einhliða. Það hafi komið þeim að óvörum. Hún segir stöðuna sem upp er komin vera óþekkt á íslenskum vinnumarkaði og eigi að vera ólíðandi í íslensku samfélagi. Flugfreyjur hafi farið að öllum reglum og sýnt samningsvilja. Viljinn sé enn til staðar, þrátt fyrir að Icelandair hafi komið „ömurlega“ fram við Flugfreyjufélagið. Nú hefjist því undirbúningur verkfalls Flugfreyjufélagsins að sögn Guðlaugar, fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. FFÍ sé aðili að ASÍ og alþjóðlegum samtökum sem Guðlaug segir að styðji flugfreyjur í þessum efnum. Verkfall á þessum tímapunkti „þjóni þeim tilgangi sem verkföll eiga að gera,“ segir Guðlaug. „Við getum líka kallað eftir stuðningi frá þeim samtökum sem við erum aðili að. Við munum gera það eftir því sem þurfa þykir.“ Endi á borði ríkisstjórnarinnar Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. Það hafi sent skýr skilaboð að hennar mati. Of langt hafi verið gengið í hagræðingarkröfum. Hún segir hljóðið í sínum félagsmönnum alvarlegt. Fólki sé brugðið að félag eins og Icelandair, sem þiggur stuðning frá íslenska ríkinu, skuli haga sér með þessum hætti. Það sé með öllu ólíðandi og býst Guðlaug við því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar. Uppfært klukkan 16:05Eftirfarandi tilkynning barst rétt í þessu frá Flugfreyjufélagi Íslands: Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag. Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. Flugfélagið sagði í dag upp öllum 38 flugfreyjum og þjónum sem störfuðu hjá félaginu, en um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí. Í samtali við fréttastofu segir Guðlaug Líney Jóhanndóttir, starfandi formaður FFÍ, að niðurstaðan sé vissulega vonbrigði. Hún sé alla jafna bjartsýn en í dag sé hún reið. FFÍ hafi borist tilkynning frá Icelandair í morgun þar sem þeim var tilkynnt að viðræðunum hafi verið slitið einhliða. Það hafi komið þeim að óvörum. Hún segir stöðuna sem upp er komin vera óþekkt á íslenskum vinnumarkaði og eigi að vera ólíðandi í íslensku samfélagi. Flugfreyjur hafi farið að öllum reglum og sýnt samningsvilja. Viljinn sé enn til staðar, þrátt fyrir að Icelandair hafi komið „ömurlega“ fram við Flugfreyjufélagið. Nú hefjist því undirbúningur verkfalls Flugfreyjufélagsins að sögn Guðlaugar, fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. FFÍ sé aðili að ASÍ og alþjóðlegum samtökum sem Guðlaug segir að styðji flugfreyjur í þessum efnum. Verkfall á þessum tímapunkti „þjóni þeim tilgangi sem verkföll eiga að gera,“ segir Guðlaug. „Við getum líka kallað eftir stuðningi frá þeim samtökum sem við erum aðili að. Við munum gera það eftir því sem þurfa þykir.“ Endi á borði ríkisstjórnarinnar Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. Það hafi sent skýr skilaboð að hennar mati. Of langt hafi verið gengið í hagræðingarkröfum. Hún segir hljóðið í sínum félagsmönnum alvarlegt. Fólki sé brugðið að félag eins og Icelandair, sem þiggur stuðning frá íslenska ríkinu, skuli haga sér með þessum hætti. Það sé með öllu ólíðandi og býst Guðlaug við því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar. Uppfært klukkan 16:05Eftirfarandi tilkynning barst rétt í þessu frá Flugfreyjufélagi Íslands: Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag. Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54