„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 15:39 Ragnar Þór Ingólfsson var harðorður um stjórn IcelandairGroup í samtali við Vísi. Vísir/Vilhelm VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda