Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 12:54 Víða rennur yfir vegi vegna veðursins en talsverð úrkoma er á svæðinu. Aðsend Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13