British Airways leggur júmbó-þotunni Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:26 Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni. Vísir/Getty Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Fréttir af flugi Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Fréttir af flugi Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira