Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 22:02 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum. Sýrland Bretland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum.
Sýrland Bretland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira