„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 12:59 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmir afskipti Rússa af bresku lýðræði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað. Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað.
Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira