Lífið

Gordon Ramsay við tökur á Vestfjörðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay.
Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay.

Breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni.

Þegar Ramsay og félagar hafa verið spurðir hvað þeir séu að gera á Vestfjörðum hefur verið fátt um svör og ljóst að mikil leynd hvílir yfir tökum þessara þátta. 

Ísfirðingar hafa þó lagt saman tvo og tvo og séð í gegnum laumuspil veitingamannsins og tökuliðs hans. Enda hafa Ramsay og föruneyti hans leitað til heimamanna eftir efnistökum í þáttinn.

Hann hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði.

Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína, líkt og sjá má hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.