Lífið

Mætti með Havana Club og út­runnið remúlaði: „Þetta er VG og Sjálf­stæðis­flokkurinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erpur fer mikinn í viðtalinu.
Erpur fer mikinn í viðtalinu.

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segist Erpur ekki hrifinn af því hvert Vinstri Grænir eru farnir eftir að þeir fóru í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 

Erpur var í innsta hring VG þegar flokkurinn var stofnaður, en hefur nú fjarlægst hann. Í þættinum hjá Sölva mætti Erpur með Havana Club romm og útrunnið Gunnars remúlaði og blandaði þessu tvennu saman í glas sem myndlíkingu fyrir VG og Sjálfstæðisflokkinn.

„Myndi einhver drekka þetta helvíti? Þú þarft að fara djúpt inn í ræsið í Grafarvoginum til að finna einhvern sem glussar þetta helvíti í sig, og þetta er það sem gerist allt of fokking oft að gott fólk fer og endar bara í einhverju versta Swingerspartý í heimi sem er eitt prósent forréttindaklíku, kvótakalla, einokunar og bara allt sem er slæmt eru þeir fulltrúar fyrir,” segir Erpur.

Klippa: Mætti með Havana Club og út­runnið remúlaði: Þetta er VG og Sjálf­stæðis­flokkurinn

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×