Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 06:45 Smitum fækkaði verulega milli vikna. Vísir/Getty Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45
Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47