„Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2020 22:45 Pétur Pétursson er þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara. vísir/vilhelm „Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag í 1-1 jafntefli gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar.” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig.” Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag í 1-1 jafntefli gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar.” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig.”
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn