Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 19:00 Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47