Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 19:00 Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47