Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Getty/Karl Bridgeman Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira