Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 07:30 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30. Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira