Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:51 Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05