Mörg dæmi um að fólki sé sagt upp eftir að hafa greinst með heilabilun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 21:00 Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira