Völdu Júlían, Fjallið, Fúsa og Gunnar Nelson til að verja leikstjórnandann Ásdísi Hjálmsdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Ásdís Hjálmsdóttir ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að kasta langt og þá er gott að vita af útherjanum Guðjóni Val Sigurðssyni. Getty/ Ian Walton Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur. NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur.
NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira