Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 16:15 Frá vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira