Hollensk Eurovision-stjarna flutti Husavik af innlifun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:59 Edsilia Rombley tók þátt í Eurovision fyrir hönd Hollands árið 2007. Skjáskot/Youtube Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan. Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03
Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist