Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2020 18:40 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira