Hús í miðborginni svo vanrækt að hætta stafar af Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:06 Hið glæsilega Esjuberg við Þingholtsstræti hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Skjáskot Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira