Hús í miðborginni svo vanrækt að hætta stafar af Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:06 Hið glæsilega Esjuberg við Þingholtsstræti hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Skjáskot Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira