600 þúsund kusu í prófkjöri stjórnarandstöðunnar í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 17:22 Stuðningsmenn aukins lýðræðis í Hong Kong flykktust á kjörstaði fyrir prófkjör stjórnarandstöðunnar. Getty/ Billy H.C. Kwok Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28
Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26
Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00