Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. júlí 2020 12:20 Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekin voru í Frakklandi gild fyrir farþega sína í gær. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira