Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2020 12:22 Le Boreal lagðist að Miðbakka í morgun. Vísir/Baldur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun. Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun.
Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira