Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:19 Duda forseti í mynd á ríkissjónvarpsstöðinni TVP. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að stöðin sé hlutdræg í umfjöllun um pólsk stjórnmál. Vísir/EPA Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann. Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann.
Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56