800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 12:56 Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“ Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“
Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira