Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 19:33 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningunum sem Haraldur gerði við umrædda lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45
Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17
Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11