Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: „Hnéð er fjórfalt og það er svart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2020 13:31 Gummi Ben fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira