Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 17:28 Hópur nemenda í Polytechnic University í Hong Kong mótmæla við útskrift úr skólanum. Mótmælin fóru fram í byrjun nóvember 2019 en þá var mánuður liðinn frá því að yfirvöld kynntu til sögunnar lög sem banna notkun andlitsgríma á opinberum samkomum. EPA-EFE/JEROME FAVRE Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum. Hong Kong Kína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum.
Hong Kong Kína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira