Ryder bikarnum frestað um ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 15:23 Sigurlið Evrópu í Ryder bikarnum 2018. getty/David Cannon Ryder bikarnum í golfi hefur verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnin, þar sem lið Bandaríkjanna mætir liði Evrópu, átti að fara fram í Wisconsin 25.-27. september á þessu ári. Hún hefur nú verið færð til 24.-26. september á næsta ári. Engir áhorfendur hafa verið á golfmótum frá því keppni hófst á ný fyrir nokkrum vikum en ekki þótti fýsilegt að halda Ryder bikarinn án áhorfenda. Padraig Harrington, fyrirliði evrópska liðsis, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fresta keppni. „Þegar þú hugsar um Ryder bikarinn hugsarðu um hið einstaka andrúmsloft sem áhorfendurnir skapa,“ sagði Harrington. „Ef það var ekki hægt að halda þetta með áhorfendum og með öruggum hætti í september var rétt að færa keppnina fram um ár.“ Lið Evrópu vann Ryder bikarinn fyrir tveimur árum og hefur unnið hann í fjögur af síðustu fimm skiptum. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ryder bikarnum í golfi hefur verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnin, þar sem lið Bandaríkjanna mætir liði Evrópu, átti að fara fram í Wisconsin 25.-27. september á þessu ári. Hún hefur nú verið færð til 24.-26. september á næsta ári. Engir áhorfendur hafa verið á golfmótum frá því keppni hófst á ný fyrir nokkrum vikum en ekki þótti fýsilegt að halda Ryder bikarinn án áhorfenda. Padraig Harrington, fyrirliði evrópska liðsis, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fresta keppni. „Þegar þú hugsar um Ryder bikarinn hugsarðu um hið einstaka andrúmsloft sem áhorfendurnir skapa,“ sagði Harrington. „Ef það var ekki hægt að halda þetta með áhorfendum og með öruggum hætti í september var rétt að færa keppnina fram um ár.“ Lið Evrópu vann Ryder bikarinn fyrir tveimur árum og hefur unnið hann í fjögur af síðustu fimm skiptum.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira