Vísa ummælum KA-manna á bug Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 09:30 Frá vellinum um helgina. mynd/skjáskot KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira