Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2020 13:30 Linda Pé fér um víðan völl í viðtalinu. Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira